Erlent

Dönsk yfirvöld gagnrýnd fyrir að bjóða Íraka sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi

Danski þjóðarflokkurinn hefur harkalega gagnrýnt útlendingayfirvöld í Danmörku fyrir að bjóða íröskum túlki sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi. Hann krefst þess að túlkurinn skilji við aðra þeirra eða að honum verði vísað úr landi vegna fjölkvænisins.

Maðurinn starfaði sem túlkur fyrir danska herliðið í Írak. Dönsk yfirvöld töldu að hann hefði stofnað lífi sínu í hættu með störfum sínum fyrir herliðið og buðu honum landvistarleyfi. Maðurinn sem er múslimi kom nýlega til landsins með tveimur konum sínum og þremur börnum og hefur nú farið fram á þeim verði veitt hæli. Danski Þjóðarflokkurinn hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir það að bjóða manni landvistarleyfi sem giftur er tveimur konum og krefst þess að honum verði vísað úr landi eða hann skilji við aðra konuna.

Í Danmörku er fjölkvæni ólöglegt en útlendingastofnun þar í landi telur fjölkvæni eitt og sér ekki vinna gegn því að konurnar hans og börnin fái flóttamannahæli.

Talsmaður innflytjendamála hjá Vinstri róttækum segir það stríða gegn öllum hefðum í Danmörku verði fjölskyldan send úr landi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×