Erlent

Mannræningjar hafa tekið einn af lífi

Talíbanskir mannræningjar sem hafa haft 22 suður Kóreumenn í haldi tóku einn þeirra af lífi að því er fréttastofan Reuters greinir frá.

Mannræningjarnir kröfðust þess að yfir tuttugu talibönum yrði sleppt úr fangelsi í Afganistan í skiptum við gíslana. Lokafresturinn sem þeir gáfu upphaflega, rann út í morgun en hann var framlengdur til hádegis í dag.

Ekki hefur enn verið gengið að kröfum mannræningjanna og óvíst var fyrr í dag hvort gíslarnir væru á lífi. Mannræningjarnir hafa hótað því að drepa þá alla verði ekki gengið að kröfum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×