Erlent

Talibanar framlengja lokafrest til hálftólf í dag

Suður-Kóreumennirnir sem eru í haldi talibana. Einn af þeim hefur þegar verið tekinn af lífi.
Suður-Kóreumennirnir sem eru í haldi talibana. Einn af þeim hefur þegar verið tekinn af lífi. MYND/AFP

Talibanar sem hafa 22 Suður-Kóreumenn í haldi hafa framlengt lokafrest sinn til klukkan hálftólf í dag. Fresturinn sem þeir gáfu upphaflega rann út í morgun og ekki var vitað hvort að gíslarnir væru enn á lífi. Talsmaður talibana staðfesti þó í dag að þeir væru enn á lífi.

Þeir hafa sagst ætla að drepa alla gíslana ef ekki verður gengið að kröfum þeirra um að talibönum í haldi bandamanna verði sleppt í stað gíslanna. Búist er við fréttum af málinu á næstunni þar sem fresturinn er nú runninn út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×