Erlent

Tekist á um fjölkvæni í Danmörku

Danskir stjórnmálamenn, jafnt sem kirkjunnar menn takast nú á um fjölkvæni Íraska túlksins, sem dönsk stjórnvöld ákváðu að bjóða landvistarleyfi í Danmörku vegna heimkvaðningar danska herliðsins í Írak.

Talið var að manninum og fjölskyldu hans væri bráður bani búinn vegna starfa hans fyrir herliðið, en engin vissi að hann ætti tvær konur og samtals þrjú börn með þeim.

Sumir stjórnmálamenn vilja að önnur konan verði aðskilin frá fjölskyldunni, eða að fjölskyldan verði send aftur til Íraks, en danskur biskup vísar til mannkærleika og vill gera undantekningu á reglunum um fjölkvæni, en það stangast á við jafnræðisreglu dönsku stjórnarskrárinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×