Erlent

Fara á ösnum í skólann

Borgarstjóri einn í Kólumbíu hefur fundið nýja leið til að reyna að auka menntun barna í þorpunum í kring.

Sum barnanna í landinu þurfa að fara ganga nokkuð langa leið til að komast í skóla á hverjum degi. Borgarstjóri í Becerril ákvað að reyna að efla menntun barnanna í nágrenni borgarinnar með því auðvelda þeim aðgengi að skólum borginni. Mörg þeirra þurfa að fara það langa leið að ómögulegt er fyrir þau að ganga báðar leiðir á einum degi og stunda venjulegan skóladag. Borgarstjórinn ákvað að kaupa eitt hundrað ansa sem börnin geta nú notað til að komast til og frá skóla

Börnin læra jafnframt að hugsa um dýrin og er lögð áhersla á mikilvægi þess að bönd myndist barnanna og dýranna. Börnin eru flest himinlifandi með nýju félaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×