Erlent

Einn lætur lífið í skotárás í Manchester

Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í Manchester í Bretlandi í nótt. Maðurinn var skotinn í Medlock sýslu í Manchester nálægt háskólanum í borginni á miðnætti í gær. Maðurinn lést þegar hann kom á spítalann.

Þá særðust rúmlega þrítugur maður og 14 ára piltur í skotárásinni og var farið með þá á spítala. Ekki er vitað hver stóð að baki árásinni. Lögreglan hefur ekki gefið neinar upplýsingar um árásina en óskar eftir vitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×