Erlent

Rigningum spáð á flóðasvæðum í Bretlandi um helgina

Íbúar flóðasvæðanna í Bretlandi búa sig nú undir miklar rigningar sem spáð er um helgina. Fjölmargir hafa snúið aftur til síns heima en margir eru þó enn án drykkjavatns. Karl Bretaprins og eiginkona hans Kamilla heimsóttu íbúa flóðasvæðanna í dag.

Íbúar í Gloucsterskíri í Englandi hafa einna verst orðið fyrir barðinu á flóðunum síðustu daga. Yfirvöld í héraðinu tilkynntu í dag að flóðin hefðu náð hámarki sínu og væru víða í rénun. Fjölmargir íbúar svæðisins hafa nú snúið aftur til síns heima. Mörgum þeirra mætti mikið eignartjón, rafmagns- og vatnsskortur, auk þess sem rottur hafa hreiðrað um sig í sumum flóðahúsanna. Vatn komst víða á í dag en fólk er varað við að drekka það.

Karl Bretaprins heimsótti íbúa flóðasvæðanna í dag ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Þrír hafa látist í tengslum við flóðin. Tveir karlmenn létu lífið eftir að hafa fengið eitrun þegar þeir voru að dæla vatni úr húsi með eldsneytisdælu og karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinni í ánni Great Ouse á þriðjudaginn. Umhverfisstofa Bretlands vara við rigningum á flóðasvæðunum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×