Erlent

Óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi

Allt stefnir í að ráðandi stjórnmálaflokkur Tyrklands, íslamski AK flokkur Erdogan forsætisráðherra, hljóti sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Samkvæmt nýjustu tölum er flokkurinn nú með þriðjung atkvæða, en í fyrstu talningu var flokkurinn með tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða. Þeir sem næst koma eru vinstri flokkurinn CHP með rúmlega fimmtán prósent og öfga-þjóðernisflokkurinn MHP með tæp fjórtán prósent. Kosningabaráttan snerist að miklu leiti um átök milli veraldlega sinnaðra Tyrkja sem vilja aðskilnað Islam og ríkis, og trúaðra múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×