Flóð víða um heim Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2007 19:26 Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum í Englandi frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns af annari hæð hótels í bát. Fólkið hafði fengið sér herbergi þar vegna flóðanna og var þar án vatns og matar. Þyrlusveit flughersins bjargaði rúmlega hundrað manns af húsþökum í þorpum sem flæddi yfir. Rigningin var mest í Pershore, um tvö hundruð kílómetra norðvestur af London. Á einum sólarhring var úrkoma 145 millimetrar sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma. Flætt hefur inn í um áttatíu þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.Búist er við frekari rigningum út vikuna. Bresk tryggingarfélög áætla að tjónið hlaupi á um tugum milljarða íslenskra króna Í Bangladesh orsakaði hellirigning skyndiflóð og að minnsta kosti fjórir létust í óveðri þegar tré féllu á þá. Flóðin skoluðu uppskeru bænda í burtu og ár flæddu yfir bakka sína í austur og suðurhluta landsins. Flóð eru tíð í Bangladesh á þessum tíma þegar Monsoon rigningar standa yfir. Frá því rigningartímabilið hófst hafa flóð gengið yfir nærri helming héraða í Kína og orðið að minnsta kosti fjögur hundruð manns að bana samkvæmt Xinhua fréttastofunni. Í flóðunum nú hafa 42 látist í Chongqing borg og 12 er saknað. Á meðan flóð herja á Asíubúa og Breta hefur hitabylgja í suðausturhluta Evrópu orðið 13 að bana í vikunni. Skógareldar geisa víða og skemma uppskeru, meðal annars á Ítalíu, Grikklandi og Bosníu þar sem hitatölur fóru upp í 41 gráðu. Fólk forðaðist sólina og götur voru nánast auðar. Ferðamenn í Róm áttu í erfiðleikum með að fara í skoðunarferðir vegna hitanna sem voru um 34 gráður með heitum vindi og miklum raka.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira