Erlent

Feitur Búdda skekur smábæ á Englandi

Viðskiptajöfur nokkur hefur mætt harðri andstöðu í smábænum Durham á Englandi vegna nafnagiftar á veitingastað sem hann hyggst opna þar í bæ. Hann vill kalla stað sinn Fat Buddha, eða feiti Búdda. Bæjarstjórnin í Durham telur að nafnið muni særa Búddatrúað fólk og hefur krafist þess að því verði breytt. Viðskiptajöfurinn, sem er reyndar sjálfur Búddatrúar, er undarandi á viðbrögðum og hyggst halda sínu striki og opna veitingastaðinn í næsta mánuði, undir nafninu umdeilda. Staðurinn er stór í sniðum og mun skapa 60 störf í Durham.

Um 350 miljónir manna eru Búddatrúar í heiminum, Búddatrúaðir í Bretlandi telja yfir 150 þúsund.

Skemmst er að minnast uppþotanna sem skopmyndirnar af Múhameð spámanni í Jyllands posten ollu hér um árið. Að Búddamunkar bregðist við veitingastaðnum með jafn hatrömmum hætti og múslímarnir gerðu verður þó að teljast ólíklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×