Erlent

Clinton vill tryggja Afríkubúum malaríulyf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Clinton vill auka aðgengi Afríkubúa að malaríulyfjum.
Clinton vill auka aðgengi Afríkubúa að malaríulyfjum. Mynd/ Reuters
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er að hefja tilraunaverkefni sem miðar að því að auka aðgengi að nýjum malaríulyfjum í Tansaníu. Á hverju ári látast 3 milljónir manna af völdum malaríu og 300 milljónir veikjast alvarlega. Níutíu prósent dauðsfalla eru í Suður-Afríku og Sahara.

Svokölluð ATC lyf eru mun áhrifaríkari en eldri lyf. Kostnaðurinn við hverja lyfjameðferð er hins vegar allt upp í 600 íslenskar krónur og það er meira en almenningur í Tansaníu ræður við. Markmið með verkefni Clintons er að gera þessi lyf fáanleg á einungis 10% af því markaðsverði sem það er nú.

Þótt sum lyfjafyrirtæki, svo sem Novartis og Sanofi-Aventis, hafi lækkað verð á þessum lyfjum þegar þau eru seld í opinbera geiranum, kaupir meirihluti Afríkubúa þau á einkamarkaði. Í Tansaníu kaupir helmingur malaríusjúklinga lyfin af einkalyfjafyrirtækjum en ekki af opinberum heilsugæslufyrirtækjum. Fæstir þeirra hafa efni á þessum lyfjum. Þeir kaupa því frekar önnur lyf sem eru 20-30 sinnum ódýrari en ATC lyfin þótt þau séu mun áhrifaminni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×