Erlent

Suður-kóresku gíslarnir enn í haldi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Fjölskyldur gíslanna ræða við fjölmiðlamenn.
Fjölskyldur gíslanna ræða við fjölmiðlamenn. Mynd/ AFP

Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. Hópur gíslatökusamningamanna komi til Kabul frá Seoul snemma í morgun.

Enn er óvíst um örlög annars þjóðverjans sem Talibanar sögðust hafa tekið af lífi, en lík hins fannst í morgun. Utanríkisráðuneyti Afghanistan hélt því fram í gær að annar mannanna væri á lífi, en hinn hefði fengið hjartaáfall. Mannræningjarnir segjast vilja skipta gíslunum út fyrir herskáa talibana sem sitja í afgönskum fangelsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×