Erlent

Hómer og félagar koma fyrst við í Vermont

Margir Íslendingar munu sjálfsagt sjá Hómer og félaga á hvíta tjaldinu.
Margir Íslendingar munu sjálfsagt sjá Hómer og félaga á hvíta tjaldinu.
Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður heimsfrumsýnd í Springfield í Vermont í Bandaríkjunum. Efnt var til samkeppni um frumsýninguna og sendu fulltrúar þrettán Springfield bæja, víðsvegar í Bandaríkjunum, inn myndband til að freista þess að fá frumsýninguna til sín. Dagblaðið USA Today, efndi svo til Netkönnunar, þar sem Springfield bærinn í Vermont varð hlutskarpastur og verður bærinn því fyrsti áfangastaður Hómers og félaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×