Erlent

Boris Berezovsky segir að Rússar hafi reynt að myrða sig

Rússneski auðjöfurinn Boris Berezovsky segir að breska lögreglan hafi komið í veg fyrir morðtilræði gegn sér í síðasta mánuði. Hann segir að lögreglan hafi varað hann við því að rússneskur leigumorðingi hafi ætlað að drepa hann á Hilton hótelinu á London Park Lane. Berezovsky hefur tekið þátt í rússneskum stjórnmálum með því að fjárfesta í fjölmiðlum og styðja frjálslynda frambjóðendur fjárhagslega. Hann var hrakinn brott frá Rússlandi árið 2000 eftir að hafa verið sakaður um pólitíska spillingu og svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×