Erlent

Vinsældir Bjerregaards dvína

Bjerregaard lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum á kjörtímabilinu.
Bjerregaard lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum á kjörtímabilinu. Team Event

Ritt Bjerregaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum fyrir 55 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Tæpum tveimur árum seinna hefur hún ekki efnt kosningaloforðið.

Þrír af hverjum fjórum Kaupmannahafnarbúum telja að borgarstjórinn hafi svikið kosningaloforð. Tuttugu og sjö prósent Kaupmannahafnabúa, sem kusu sósíaldemókrata í síðustu kosningum, segjast mun ólíklegri til þess að kjósa Bjerregaard í næstu kosningum vegna þessa máls.

Bjerregaard telur að þetta mál muni ekki verða henni að falli. Það veki óvinsældir núna en muni ekki hafa áhrif þegar nær dregur kosningum.

Sveitastjórnarkosningar í Danmörku voru í nóvember 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×