Erlent

Eistlendingar heimsmeistarar í eiginkonuburði

Eistlendingar nældu sér bæði í gull og silfurverðlaun á tólfta árlega heimsmeistaramótinu í eiginkonuburði í Finnlandi í gær. Þurftu keppendur að berjast við slagviðri og ofþreytu þar sem þeir klóruðu sig í gegnum 250 metra langa braut sem var alsett hindrunum og pollum, með eiginkonuna á bakinu. Sigurverarnir hlutu plasmasjónvarp og þyngd eiginkonunnar í bjór í verðlaun. Fjörtíu og fjögur pör tóku þátt í keppninni sem fór fram í bænum Sonkajarvi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×