Erlent

Ný sjö undur heims

Macchu Picchu eru rústir Incaborgar í 2430 metra hæð í Perú.
Macchu Picchu eru rústir Incaborgar í 2430 metra hæð í Perú.

Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Rio De Janeiro og hringleikahúsið í Róm eru meðal nýrra sjö undra heimsins. Hin þrjú eru fjallaborgin Macchu Picchu, Taj Mahal og forna Mayaborgin Chicken Itza.

Fleiri en hundrað milljón manns tóku þátt í í að kjósa undrin sjö á netinu og voru úrslitin tilkynnt á Benfica velllinum í Lissabon í gær. Hin fornu sjö undur heims voru öll til fyrir um tvöþúsund árum og voru öll á miðjarðarhafssvæðinu. Píramídarnir í Egyptalandi eru það eina sem enn stendur af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×