Erlent

Tvö ár frá hryðjuverkunum í London

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Gordon Brown leggur blómsveig á minnisvarða á Kings Kross lestarstöðinni í London
Gordon Brown leggur blómsveig á minnisvarða á Kings Kross lestarstöðinni í London MYND/AP

Tvö ár eru í dag liðin frá sjálfsmorðssprengjutilræðunum í London og var þessa minnst í dag. Fimmtíu og tveir létust þegar hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni á háannatíma. Fleiri en 700 særðust í árásunum sem eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Bretlandi. Síðan þá hafa öryggissveitir flett ofan af mörgum tilraunum til hryðjuverka í Bretlandi nú síðast tilraunum til að sprengja upp bíla í London og Glasgow.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×