Erlent

Sex kanadískir hermenn létust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Lashkar Gah borg í Afganistan.
Frá Lashkar Gah borg í Afganistan.
Sex kanadískir liðsmenn hersveita NATO létust þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Mennirnir sex og afganskur túlkur létust þegar bifreið þeirra keyrði á sprengjuna um 20 kílómetrum suðvestur af Kadnahar. Þetta er mannskæðasta árás sem kanadískar sveitir verða fyrir í Afganistan síðan í apríl síðastliðnum, en þá voru einnig sex hermenn drepnir. Sextíu og sex Kanadamenn hafa látist frá því að þeir hófu þátttöku í hernaðinum þar, árið 2002. Talið er að andlát hermannanna verði til þess að auka gagnrýni almennings í Kanada á aðgerðir í Afganistan, en þeim á að ljúka í febrúar 2009. Gagnrýnendur hafa sagt að aðgerðirnar snúist of mikið um bardaga og of lítið sé hugað að uppbyggingu í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×