Valsmenn voru sjálfum sér verstir 24. júní 2007 08:00 Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira