Enski boltinn

Vieira óttast að Henry fari frá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagi sinn Thierry Henry muni að öllum líkindum fara frá félaginu í sumar ef því tekst ekki að landa nokkrum heimsklassa leikmönnum í sumar.

"Ef Arsenal fær til sín tvo eða þrjá heimsklassa leikmenn til að styrkja hópinn í sumar mun það sýna Henry að þeir ætli sér stóra hluti á næstu leiktíð. Ef þeir gera það ekki - mun Henry líklega hugsa sig um og skoða hvað sé best fyrir hann sjálfan að gera," sagði Vieira og bætti við að brotthvarf David Dein úr stjórn félagsins muni einnig hafa áhrif á framtíðaráform Arsene Wenger knattspyrnustjóra.

"Ég veit ekki með Wenger. Það verður erfitt fyrir hann að vera áfram í ljósi þess sem hann hefur gert með Dein í gegn um árin. Ég held að liðið verði ekki það sama án Dein og ég á erfitt með að sjá Wenger vera mikið lengur þarna í þessari stöðu," sagði Vieira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×