ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Jónas Haraldsson skrifar 20. júní 2007 11:35 Hver veit nema þú gætir orðið einn af geimförum ESA í framtíðinni? MYND/AFP Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna. Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna.
Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira