Enski boltinn

Koller hefur ekki áhuga á Englandi

Jan Koller dreymir ekki lengur um ensku úrvalsdeildina
Jan Koller dreymir ekki lengur um ensku úrvalsdeildina NordicPhotos/GettyImages
Tékkneski framherjinn Jan Koller hjá Mónakó í Frakklandi segist ekki hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í enska boltanum, en hann hefur verið orðaður við Reading í breskum fjölmiðlum. Hinn hávaxni Koller lék lengst af ferlinum með Dortmund í Þýskalandi en er samningsbundinn Mónakó út næstu leiktíð. "Mig langaði einu sinni að leika á Englandi, en svo er ekki lengur. Ég ætla að virða samninginn við Mónakó," sagði hinn 34 ára gamli Koller.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×