Enski boltinn

Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur

NordicPhotos/GettyImages

Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku.

Mikið hefur verið talað um að Henry sé á förum frá Arsenal, og oftast er Barcelona nefnt sem næsti áfangastaður leikmannsins.

Henry er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal og væri það mikill missir fyrir Lundúnaliðið að missa hann fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×