Enski boltinn

Kanoute til Newcastle?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar.

Talið er að Owen fari frá félaginu í sumar fyrir níu milljónir punda, en hann gekk til liðs við félagið í ágúst 2005 fyrir 16 milljónir punda. Owen hefur þó verið mikið meiddur og ekki getað spilað nógu mikið.

Umboðsmaður Kanoute staðfestir áhuga Newcastle á leikmanninum, en segir að ekkert tilboð hafi enn borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×