Enski boltinn

Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda.

Wright-Phillips hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Chelsea og því talið líklegt að hann vilji færa sig um set í sumar. Mourinho fær ekki peninga frá Abramovich í sumar og þarf því að selja leikmenn til að fá pening til leikmannakaupa.

Aston Villa, Tottenham, Newcastle, Liverpool og Manchester City eru sögð hafa áhuga á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×