Enski boltinn

Eggert vonsvikinn vegna Bent

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set.

„Við vorum svo nálægt því að klófesta Darren, og það hefðu orðið stærstu kaup í sögu West Ham. Ég er mjög svekktur yfir því hvernig þetta endaði en nú er kominn tími til að leita á önnur mið," sagði Eggert við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×