Enski boltinn

Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum.

Orðrómur um að Eiður gangi til liðs við Manchester hefur verið sterkur, en þá er talið að Manchester setji Gerard Pique upp í kaupin. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs, segist ekkert hafa hafa heyrt frá enskum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×