Erlent

Miklir vatnavextir á Bretlandi

Þessir tennisáhugamenn reyndu að skýla sér fyrir úrhellinu á Englandi í dag.
Þessir tennisáhugamenn reyndu að skýla sér fyrir úrhellinu á Englandi í dag. MYND/AP

Fjöldi fólks situr nú fast í bílum sínum og húsum eftir gífurlegar rigningar sem staðið hafa nær látlaust í sólarhring á Bretlandseyjum. 42 starfsmenn verksmiðju í Sutton Coldfield eru innilokaðir í verksmiðjunni því að vatnið umlykur bygginguna.

Þá er 17 ára gamals hermanns sem var við æfingar með hersveit sinni saknað. Hann reyndi að komast yfir lækjarsprænu sem vaxið hafði í kjölfar rigninganna og bar straumurinn hann í burtu án þess að félögum hans tækist að koma honum til bjargar.

Mestu flóðin eru í mið- og norðurhluta landsins og ekkert lát virðist vera skýfallinu því veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu í kvöld og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×