Erlent

Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann

Foreldrar Madeleine ásamt tvíburasystkinum hennar
Foreldrar Madeleine ásamt tvíburasystkinum hennar MYND/AP
Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu.

Lögreglan fór með leitarhunda á staðinn en þeir hafa ekkert fundið og er leitinni lokið. Lögreglan segir bréfið ekki vera forgangsatriði í rannsókn málsins en í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar var ákveðið að kemba svæðið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×