Erlent

Handtóku leiðtoga Jemaah Islamiah

Zarkarish hefur einnig gengið undir nafninu Mbah.
Zarkarish hefur einnig gengið undir nafninu Mbah. MYND/AP

Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa handtekið forsprakka herskáu samtakanna Jemaah Islamiah sem talin eru bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á Bali í okótber árið 2002. Þar létust rúmlega 200 manns þegar sprengjur sprungu á vinsælum skemmtistað á eyjunni, flestir þeirra erlendir ferðmenn.

Maðurinn sem handtekinn var er þekktur undir nafninu Zarkarsih og var hann gripinn í aðgerðum indónesísku lögreglunnar um síðustu helgi. Hann er sagður hafa stjórnað Jamaah Islmamiah frá árinu 2005 en samtökin eru sögð hafa tengsl við al-Qaida.

Auk árásanna á Balí eru samtökin sögð hafa staðið á bak við fjölda annarra árása í Suðaustur-Asíu en þau berjast fyrir stofnun íslamsks ríkis á svæðinu.

Yfirvöld í Indónesíu hafa á síðustu dögum handtekið á annan tug manna sem tengjast Jemaah Islamiah, þar á meðal leiðtoga hernaðarvængs samtakanna, og segja þau handtökurnar mikinn sigur í baráttunni við herskáa múslíma í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×