Enski boltinn

Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann.

"Við reyndum eins og við gátum að fá hann til okkar en ég held að það hafi freistað hans að ganga til liðs við fyrrum tvöfalda meistara," sagði Allardyce. Jose Mourinho hjá Chelsea reyndi að fá Haim til liðs við sig í janúar sl. en náði ekki að ganga frá 2 milljón punda kaupunum á þeim tíma og er það talið hafa markað upphafið að meintu ósætti hans við eiganda liðsins Roman Abramovich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×