Enski boltinn

Jordan vann málið gegn Dowie

Ian Dowie fór illa með Palace-menn
Ian Dowie fór illa með Palace-menn AFP

Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton.

Palace átti þannig að fá milljón punda ef Dowie færi til annars liðs, en hann hafði beðið um tíma til að vera með fjölskyldunni. Ekki hefur verið úrskurðað um það hvort Dowie þarf að greiða Palace þessa milljón punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×