Erlent

Átta létust í Beirút í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengjan varð átta manns að bana
Sprengjan varð átta manns að bana Mynd/ AFP

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í dag þegar sprengja sprakk í Beirút í Líbanon í dag. Níu aðrir særðust. Á meðal fórnarlambanna var Walid Eidom, þingmaður á líbanska þinginu. Auk hans létust elsti sonur hans og tveir af lífverðir, auk fjögurra annarra.

Eidom er stuðningsmaður Siniora, forsætisráðherra Líbanon, og tilheyrir andspyrnuhreyfingu gegn Sýrlendingum. Þetta er sjötta morðið á stuðningsmönnum Siniora, forsætisráðherra Líbanon, á tveimur árum og berast þeim stöðugt morðhótanir frá meðlimum Hizbollah hreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×