Helmingur leikmanna notaði örvandi lyf 13. júní 2007 17:37 Peter Neururer leysti frá skjóðunni í samtali við Bild í dag AFP Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Peter Neururer fullyrðir að allt að helmingur knattspyrnumanna í þýsku knattspyrnunni hafi notað örvandi lyf á árum áður. Neururer hefur þjálfað mörg lið í efstu deildum í Þýskalandi, þar á meðal Schalke og FC Köln. Í samtali við þýska blaðið Bild sagði Neururer að hann hafi séð marga leikmenn nota örvandi lyfið captagon þegar hann var við stjórvölinn hjá Schalke leiktíðina 1989-90 en þá var liðið í annari deild. "Ég veit að menn voru að nota captagon þá og margir leikmenn voru vitlausir í það. Það var notað víða og ég held að um helmingur leikmanna hafi tekið það - og ekki bara í annari deildinni," sagði þjálfarinn. Þýska knattspyrnusambandið er skiljanlega ekki hrifið af þessum yfirlýsingum þjálfarans og hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á málinu. "Við höfum beðið herra Neururer um nöfn og dæmi ti að rökstyðja þessar fullyrðingar sínar," sagði talsmaður sambandsins. Þjálfarinn fullyrðir að lyfjanotkunin hafi haft mikil áhrif á leikmennina. "Augun á þeim voru skrítin. Leikmennirnir urðu ekki þreyttir á vellinum og áttu það til að bregðast mjög harðlega við í leikjum. Þetta var algjör vitleysa," sagði hann og bætti við að fleiri lyf hefðu verið misnotuð - til dæmis efedrín. "Allt í einu voru allir leikmennirnir komnir með astma svo þeir gætu notað efedrín," sagði hann. Lyfjapróf hafa verið reglubundin í þýsku úrvalsdeildinni allar götur síðan árið 1988 og þar eru tveir leikmenn úr hverju liði valdir af handahófi eftir hvern leik og látnir gefa þvagsýni. Síðan árið 1995 hafa 15 leikmenn fallið á lyfjaprófi í úrvalsdeildinni vegna notkunar ýmissa ólöglegra lyfja. Þýski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Peter Neururer fullyrðir að allt að helmingur knattspyrnumanna í þýsku knattspyrnunni hafi notað örvandi lyf á árum áður. Neururer hefur þjálfað mörg lið í efstu deildum í Þýskalandi, þar á meðal Schalke og FC Köln. Í samtali við þýska blaðið Bild sagði Neururer að hann hafi séð marga leikmenn nota örvandi lyfið captagon þegar hann var við stjórvölinn hjá Schalke leiktíðina 1989-90 en þá var liðið í annari deild. "Ég veit að menn voru að nota captagon þá og margir leikmenn voru vitlausir í það. Það var notað víða og ég held að um helmingur leikmanna hafi tekið það - og ekki bara í annari deildinni," sagði þjálfarinn. Þýska knattspyrnusambandið er skiljanlega ekki hrifið af þessum yfirlýsingum þjálfarans og hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á málinu. "Við höfum beðið herra Neururer um nöfn og dæmi ti að rökstyðja þessar fullyrðingar sínar," sagði talsmaður sambandsins. Þjálfarinn fullyrðir að lyfjanotkunin hafi haft mikil áhrif á leikmennina. "Augun á þeim voru skrítin. Leikmennirnir urðu ekki þreyttir á vellinum og áttu það til að bregðast mjög harðlega við í leikjum. Þetta var algjör vitleysa," sagði hann og bætti við að fleiri lyf hefðu verið misnotuð - til dæmis efedrín. "Allt í einu voru allir leikmennirnir komnir með astma svo þeir gætu notað efedrín," sagði hann. Lyfjapróf hafa verið reglubundin í þýsku úrvalsdeildinni allar götur síðan árið 1988 og þar eru tveir leikmenn úr hverju liði valdir af handahófi eftir hvern leik og látnir gefa þvagsýni. Síðan árið 1995 hafa 15 leikmenn fallið á lyfjaprófi í úrvalsdeildinni vegna notkunar ýmissa ólöglegra lyfja.
Þýski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira