Enski boltinn

Fegnir að vera lausir við Viduka

NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Middlesbrough segir að þó félagið komi til með að sjá á eftir framherjanum Mark Viduka, hafi hann að hluta til orðið feginn þegar Viduka neitaði síðasta samningstilboði frá félaginu og ákvað að ganga í raðir Newcastle.

"Ég var ekki svo vonsvikinn þegar hann ákvað að þiggja ekki samningsboðið og fara annað, því ég þurfti að draga andann djúpt þegar ég lagði fram síðasta samningstilboðið frá okkur - því ég var ekki viss um að það myndi borga sig," sagði stjórnarformaðurinn Steve Gibson og bætti við að Viduka hafi kosið að fara þrátt fyrir að allir hefðu beðið hann um að gera það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×