Erlent

Áttunda hverju barni í Danmörku enn þá refsað með ofbeldi

Því fer fjarri að foreldrar séu hættir að rassskella börn sín eða refsa þeim á annan hátt með ofbeldi í Danmörku. Þetta sýnir ný rannsókn sem greint er frá vef Jótlandspóstins.

Þannig sagðist áttunda hvert barn sem tók þátt í rannsókninni að foreldar þess hefðu slegið það, en rannsóknin náði til ellefu hundruð barna.

Tíu ár eru síðan það var fest í dönsk lög að foreldrum væri óheimilt að refsa börnum sínum með ofbeldi en haft eftir starfsmanni Barnaráðs að hann efist um að dregið hafi úr slíkum refsingum.

Tvær kannanir á vegum Jótlandspóstins styðja að hluta til þær fullyrðingar. Sú fyrri var gerð fyrir tíu árum og þá var fjórðungur fullorðinna Dana á því að það væri í lagi að dangla í börn. Sama hlutfall Dana er þeirrar skoðunar nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×