Erlent

Galdranornir brenndar í Úganda

Þrjár konur, sem sakaðar voru um fjölkynngi, voru grýttar og svo brenndar lifandi í flóttamannabúðum í Úganda á dögum. Eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá mun ökumaður leigumótorhjóls hafa tekið undarlega sótt sem læknar á svæðinu gátu ekki skýrt en hún dró manninn að lokum til dauða.

Íbúar á svæðinu töldu manninn fórnarlamb galdrakerlinga og voru öldungar þorpsins kallaðir til skrafs og ráðagerða. Niðurstaða þeirra varð sú að þrjár konur bæru ábyrgð á dauða mannsins með göldrum. Réðst því æstur múgurinn á þær, grýtti og barði og brenndi þær loks lifandi að hætti miðalda.

Galdratrú lifir enn góðu lífi víða í ríkjum sunnan Sahara í Afríku og ekki er óalgengt að nornum sé kennt um veikindi og dauða manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×