Erlent

Mikið um dýrðir í brúðkaupi dóttur soldánsins af Brunei

Brúðhjónin á ferð um götur höfuðborgarinnar í dag.
Brúðhjónin á ferð um götur höfuðborgarinnar í dag. MYND/AP

Liðlega tveggja vikna hátíðahöld í olíuríkinu Brunei í Suðaustur-Asíu vegna brúðkaups eins af börnum soldánsins náðu í dag hámarki sínu þegar brúðhjónin voru kynnt fyrir þjóðinni.

Parið skiptist á brúðkaupsheitum á fimmtudag og eftir að hafa tekið þátt í athöfn í höll soldánsins, sem hefur að geyma nærri 1800 herbergi, í dag óku brúðhjónin um götur höfuðborgarinnar Bandar Seri Bagawan.

Faðir brúðarinnar, sem er einn af ríkustu mönnum heims, heldur hjónunum svo stóra veislu á morgun en prinsessan er eitt af ellefu börnum soldánsins. Hún vinnur hjá stofnun sem sér um umhverfis og afþreyingarmál í landinu en maður hennar er háttsettur á skrifstofu forsætisráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×