Erlent

Mugabe ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri

MYND/AP

Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Mugabe, sem er 83 ára, hefur setið á forsetastól frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980.

Heimildir breska blaðsins Sunday Telegraph herma að ráðgjafar forsetans hafi greint honum frá því í síðasta mánuði að hann myndi líkast til tapa vegna óánægju landa hans með ástand efnahagsmála. Verðbólga í landinu er nærri fjögur þúsund prósent og áttatíu prósent vinnufærra Simbabvebúa án atvinnu.

Heimildir herma að Mugabe hafi reiðst ráðgjöfum sínum mjög. Ekki er víst að hann fari að ráðum þeirra og velji annan forsetaframbjóðanda úr flokki sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×