Erlent

Tugir handteknir í mótmælum gegn samkynhneigðum í Rúmeníu

MYND/AP

Tugir manna voru handteknir í Búkarest í Rúmeníu þar sem þeir reyndu að stöðva réttindagöngu samkynhneigðra í borginni í dag. Um fimm hundruð manna hópur samkynhneigðra gekk um götur borgarinnar og krafðist jafnra réttinda á við gagnkynhneigða í landinu.

Ekki voru allir sáttir við gönguna og beitti lögregla táragasi til þess að hafa hemil á andstæðingum göngunnar sem meðal annars reyndu að grýta göngumeðlimi með steinum.

Rúmenía telst íhaldssamt land þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þar stendur réttrúnaðarkirkjan sterkum fótum en samkvæmt viðhorfum hennar er samkynhneigð synd og sjúkdómur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×