Erlent

Í fangelsi fyrir að vera full í vinnunni í háloftunum

MYND/AFP

Dómstóll í Tomsö hefur dæmt fyrrverandi flugfreyju í tveggja mánaða fangelsi fyrir að vera ölvuð í vinnunni. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Aftenposten voru það farþegar í vél rússneska flugfélagsins Aeroflot á leið frá í Rússlandi til Tromsö sem tóku eftir því að ein flugfreyjan var við skál.

Var hún handtekin eftir komuna til Tromsö og hefur hún síðan setið í gæsluvarðhaldi. Rannsókn á blóðprufu leiddi í ljós að vínandamagn í blóði hennar reyndist þrjú prómill. Til samanburðar telst maður ófær um að stjórna ökutæki hér á landi ef vínandamagn í blóði hans mælist 1,2 prómill.

Konan bar því við að hún hefði drukkið þrjá sterka bjóra kvöldið sem hún flaug til Tromsö. Það fylgir sögunni að þegar var búið reka konuna úr starfi hjá Aeroflot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×