Erlent

Bush róar Rússa út af eldflaugakerfi

George Bush Bandaríkjaforseti reynir nú að bera klæði á vopnin gangvart Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fullvissa hann um að óþarfi sé að að óttast fyrirhugað eldflaugarkerfi í Austur-Evrópu.

Pútín hótaði því í gær að kjarnorkueldflaugum yrði beint að Evrópu láti Bandaríkjamenn ekki af þeim áætlunum sínum að koma upp slíkur varnarkerfi.

Bush ítrekaði í dag að varnarkerfið ætti á engan hátt að káfa upp á Rússa, hlutverk þess væri að tryggja öryggi gagnvart kjarnorkuógn frá Miðausturlöndum.

Skilaboð hans til Rússlandsforseta eru þau að hann eigi ekki að óttast varnarkerfið heldur taka þátt í uppbyggingu þess. Þá býður hann hvort tveggja rússneskum hershöfðingjum og vísindmönnum til að kynna sér kerfið nánar.

Bush fundar í dag með forseta og forsætisráðherra Tékklands og mun væntanlega reyna að tryggja stuðning þeirra við fyrirhugað varnarkerfi.

Á morgun hefst fundur helstu iðnríkja heims í Þýskalandi, en fyrir fundinn mun Bush einnig heimsækja Pólland. Fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna á einmitt að rísa í Tékklandi og Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×