Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 18:30 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. MYND/AP Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira