Erlent

Frakkar herða tökin á ólöglegum innflytjendum

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MYND/AFP

Frönsk stjórnvöld lýstu því yfir í dag að þau hyggðust senda að minnsta kosti 25 þúsund ólöglega innflytjendur til baka til heimalands síns fyrir árslok. Eru þetta mun stærri hópur en áður stóð til að vísa úr landi. Þetta í samræmi við fyrri yfirlýsingar franskra stjórnvalda um hertari aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum þar í landi.

Talið er líkleg að yfirlýsing franskra stjórnvalda muni valda mikilli reiði meðal mannréttindasamtaka í Frakklandi. Þau hafa áður gagnrýnt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, þegar hann sem innanríkisráðherra herti til muna reglur varðandi innflytjendur í Frakklandi.

Talið er að allt að 125 þúsund ólöglegir innflytjendur séu nú búsettir í Frakklandi. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, sagði á blaðamannafundi fyrir skemmstu að Frakkar gætu ekki endalaust tekið við innflytjendum sem síðan neituðu að aðlagast frönsku samfélagi. „Það er ekki sjálfgefið að við opnum landamæri okkar upp á gátt án þess að setja þær kröfur að fólk reyni að aðlagast okkar samfélagi," sagði Fillon meðal annars á blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×