Erlent

Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu

Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu.

Fimm Danir eru í haldi sjóræningja sem ruddust upp í skipið Danica White á laugardaginn þegar það var statt um 240 sjómílur undan ströndum Sómalíu. Haft er eftir fulltrúa í danska utanríkisráðuneytinu á vef Berlingske Tidende að reynslan sýni að samningaviðræður við sjóræningja taki oft vikur. Ráðuneytið hafi ekki enn náð sambandi við skipið og viti því ekki hvaða kröfur sjóræningjarnir setji fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×