Allt í plati Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:30 Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira