Erlent

Æ færri Danir lesa dagblöð

Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp.

Blaðið B.T hefur misst flesta lesendur á tímabilinu, eða 13,4 prósent. Fríbæöðin metroXpress og Urban hafa misst, 11,8 og 11,2 prósent og næstum tíu prósent lesenda Jyllands-Posten eru hættir að lesa blaðið.

Fríblöðin eru mest lesnu blöðin í Danmörku. 609 þúsund manns lesa metroXpress daglega og 563 þúsund lesa Urban. Af þeim blöðum sem seld eru er Jyllands-Posten men flesta lesendur, en 525 þúsund manns lesa blaðið daglega.

Í frétt danska ríkisútvarpsins af málinu kom ekki fram hve margir lesi Nyhedsavisen sem er fríblað í eigu Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×