Erlent

Tengdafaðir berklasmitaðs manns vinnur við berklarannsóknir

MYND/AP

Bandaríkjamaðurinn sem smitaður er af illvígum berklum sem komst í fréttirnar í fyrradag þegar mikil leit var gerð fólki sem hann gæti hafa smitað, er tengdasonur vísindamanns sem rannsakar berkla hjá smitvarnastöð Bandaríkjanna í Atlanta í Georgíu. Tengdafaðirinn segir óhugsandi að tengdasonurinn hafi smitast í gegnum hann eða á rannsóknarstofu sinni.

Frá þessu var greint í dag um leið og sagt var frá nafni smitaða mannsins. Hann heititr Andrew Speaker og er lögfræðingur frá Georgíu. Hann hefur nú verið fluttur til Denver þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Mikil leit var gerð að samferðarmönnum mannsins þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Evrópu og aftur til baka í síðustu viku því líkur voru taldar á því að hann hefði smitað aðra farþega um borð.

Læknar í Denver segja að Speaker þurfi nú að ganga í gegnum langvinna meferð því mjög erfitt sé að eiga við þessa tegund berkla sem myndað hefur ónæmi gegn hefðbundnum berklalyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×