Erlent

Sakir bornar af Sadr

Íraskir lögreglumenn á verði fyrir framan fjármálaráðuneytið í dag.
Íraskir lögreglumenn á verði fyrir framan fjármálaráðuneytið í dag. MYND/AFP

Aðstoðarmaður shía klerksins Moqtada Sadr segir að menn hanns séu ekki viðriðnir rán á fimm Bretum í Sadr borg í gær. Utanríkisráðherra Íraks hafði áður sagt að hann teldi að Mehdi herinn hefði staðið á bakvið mannránin.

Sheikh Abdel al-Sattar al-Bahadli, aðstoðarmaður Sadrs sagði hins vegar í viðtali við BBC í kvöld að málið væri þeim óviðkomandi. Fimmenningarnir voru handsamaðir í hverfi í Baghdad sem kallað er Sadr borg. Breskir og bandarískir hermenn gerðu fyrr í dag árásir í hverfinu og lokuðu hluta borgarinnar til þess að reyna að finna mennina fimm. Mennirnir fimm eru allir breskir ríkisborgarar, tölvusérfræðingur og fjórir lífverðir hans sem störfuðu hjá öryggisþjónustu í Írak.

Mönnunum var rænt í byggingu sem hýsir fjármálaráðuneyti Íraks og klæddust mannræningjarnir lögreglubúningum og blekktu þannig öryggisverði í byggingunni.

Á síðastliðnum fjórum árum hefur 200 útlendingum verið rænt í Írak.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×